Nú á að binda kransinn

Markmið:

Nemendur kynnist.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Sunginn er söngur sem heitir Kransinn. Samkvæmt nafnakalli gengur hver og einn fram og leiðir annan með handleggi í kross þannig að búinn er til krans (hringur). Þegar síðasti maður er kominn í hringinn lokast „kransinn“.

Kransinn:

Nú á að binda kransinn,
jú, elsku besta … [nafn] mín/minn.
Ef þú vilt koma í dansinn
þá máttu hjálpa til.

bindakransinn

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 335
Sendandi: Sigrún Guðmundsdóttir og Stefanía Baldursdóttir

Deila