Nú er tími útileikjanna

Nú er tími útileikjanna. Er ekki kjörið viðfangsefni fyrir krakkana að búa til sín eigin útileiktæki eða leikföng, finna skemmtilega parísa á netinu og teikna þá með litkrít eða leita uppi nýja leiki. Þetta má vinna í aldursblönduðum hópum eða að þau eldri búi eitthvað til handa þeim yngri og kenni þeim leikina. Og þetta er hægt að tengja við nýsköpun með margvíslegum hætti. Nemendur geta vitaskuld skoðað ólíkar hugmyndir og síðan þróað sínar eigin. Á Pinterest (https://www.pinterest.com) er hafsjór af hugmyndum sem hægt er að vinna úr. Notið t.d. leitarorðin „outdoor games“.

(IS-14.5.2021)

 

Deila

Share on facebook
Share on linkedin
Share on twitter
Share on email