Númeraröð

Markmið:

Kenna börnum að vinna saman.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Blöð og einhverskonar trefill til að binda fyrir augun.

Leiklýsing:

Fyrst er nemendum skipt í 4-5 manna hópa. Nemendum fá trefla og blöð með tölum og fær hvert barn sitt blað (fyrir eldri krakka er hægt að nota tölur eins og -2, -1, 0, 1, 2 og fyrir yngri börn t.d. 2, 4, 5, 9, 11).

Nemendur eiga að leggja töluna sína á minnið (mikilvægt er að þeir sýni ekki hver öðrum töluna sína). Síðan binda nemendur fyrir augun og reyna að raða sér í röð eftir tölunum. Hægt er að hafa leikinn þannig að nemendur megi ekki tala saman en verði að finna röðina með fingunum. Það lið sem er fyrst að raða öllum í sínum hóp í rétta talnaröð vinnur.

Útfærsla:

– Í stað trefla má nota stórar húfur
– Ef jafnmargir eru í hverjum hópi geta nemendur fengið stafi sem eru hluti af orði

Heimild:

Leikinn lærði sendandi af nemendum í Highland Park Elementry School í Upper Darby í Pennsylvania í Bandaríkjunum.

Leikur númer: 311
Sendandi: Urður Jónsdóttir

Deila