Orðabingó

Markmið:

Auka orðaforða, þjálfa hlustun, málfræði, ritun, stafsetning, að nota orðabækur.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Sjá lýsingu.

Leiklýsing:

Kennarinn stýrir leiknum. Hann ákveður viðfangsefni með hliðsjón af þroska og færni nemendanna. Hér verður tekið dæmi um útfærslu leiksins í dönsku í 9. bekk. Viðfangsefnið sem kennarinn hefur valið er allt innanhúss. Kennarinn stendur við töfluna og biður nemendur um að nefna hluti sem eru inni í húsi. Nemendur nota fyrri þekkingu en einnig er leyfilegt að nota orðabækur. Áhersla að þessu sinni er á notkun óákveðins greinis. Nemendur nefna t.d.
et værelse, en væg, et gulv, et tapet, en lampe, en stol, et bord, et soveværelse, en stue, blomster (en blomst), et gulvtæppe, et fjernsyn, et lys, en sofa, en seng, et billede o.s.frv.
Best er að fá rúmlega tuttugu atriði. Kennarinn skrifar á töfluna orðin sem nemendur nefna og þau eru einnig skráð á litla miða. Í samvinnu við nemendur er reynt að setja réttan greini við orðin. Þegar fengin hafa verið tuttugu orð er hægt að hefja bingóið. Hver nemendi velur sér tólf orð af töflunni og skráir hjá sér á blað. Kennarinn setur alla litlu miðana í “pott”, dregur miða og les það sem stendur á honum t.d. et værelse. Þeir nemendur sem hafa valið et værelse merkja við það eða strika yfir orðið. Leikurinn heldur áfram þar til einhver hefur fengið bingó. Kennari eða nemendur geta ákveðið hvernig bingó eigi að spila, lárétt, lóðrétt eða annað, en þá er mikilvægt að allir skrifi orðin upp á sama hátt.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 232
Sendandi: Auður Sigurðardóttir, Björk Pálmadóttir og Ragnheiður Matthíasdóttir

Deila