Orðaboðhlaup

Markmið:

Að þjálfa nemendur í því að finna orð með hliðsjón af einstaka stöfum. Þennan leik er einnig hægt að nota til þess að þjálfa stafsetningu og málfræði (sjá lýsingu).

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Tafla, krít eða flettitafla og tússpenni.

Leiklýsing:

Bekknum er skipt í lið. Kennari (eða annar stjórnandi) skrifar orð, lárétt á töfluna (eitt fyrir hvert lið). Liðin keppa síðan (í boðhlaupi) um hvaða lið verði fyrst til þess að skrifa einhver orð lóðrétt niður fyrir hvern staf orðsins sem kennari skrifaði. Það lið sem er fyrst til þess að skrifa orð við alla stafina sigrar.

Dæmi:

Útfærsla:

Þennan leik er mjög auðvelt að útfæra. Hann má t.d. nota við kennslu á málfræði. Kennari getur þá skrifað eitthvert orð og nemendur skrifa þá orð úr ákveðnum orðflokkum, t.d. sagnorð, lýsingarorð eða nafnorð, lóðrétt niður.

Heimild:
Leikur númer: 168
Sendandi: Hafdís Hilmarsdóttir

Deila