Orðaruna

Markmið:

Þjálfun minnis, skemmtileg tilbreyting í skólastofunni.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Blað og blýantur fyrir þann sem stjórnar.

Leiklýsing:

Kennarinn, eða sá sem stjórnar, ákveður hjá hvaða leikmanni leikurinn skuli byrja. Hann skrifar einnig niður orðarununa. Sá sem byrjar leikinn velur eitt orð. Sá sem næstur kemur byrjar á að segja fyrsta orðið og bætir síðan öðru orði við. Þannig gengur þetta koll af kolli þangað til löng orðaruna hefur myndast. Þeir sem ekki muna orðin í nákvæmlega réttri röð eru úr leik.

Útfærsla:

Þennan leik er hægt að tengja við allflestar námsgreinar. Í íslensku væri hægt að hafa reglurnar þannig að öll orð í rununni ættu að vera í ákveðnum orðflokki, s.s. nafnorð. Einnig mætti hugsa sér að öll orð í rununni ættu að byrja á sama staf. Í landafræði mætti safna landfræðilegum heitum í runu og svo mætti lengi telja.

Heimild:
Leikur númer: 170
Sendandi: Sigríður Áslaug Guðmundsdóttir

Deila