Orðaskopp

Markmið:

Skemmtileg tilbreyting, brjóta upp hefðbundna kennslu, hugmyndarflug, samhæfni.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Hressir og kátir krakkar og skopparabolti eða plastbolti sem skoppar vel.

Leiklýsing:

Nemendur geta allir gert í einu eða verið tveir saman og annar gerir í einu. Leikurinn féllst í því að leikmaður skoppar bolta stanslaust og í sirka þriðja hverju skoppi á að lifta upp fætinum og skoppa undir. Sá sem er hann byrjar efst á stafrófinu og segir t.d. A ég heiti Anna, maðurinn minn heitir Arnar, við búum í Afríku og við seljum ananas, B ég heiti Berglind…… Í hvert sinn sem sagt er A, Anna, Arnar, Afríku, ananans, B, Berglind o.s.fr.v. er skoppað undir fótinn. Sá sem kemst lengst án þess að ruglast á skoppinu eða segja einhverja vitleysu vinnur. Þennan leik er jafnt hægt að fara í inni í skólastofunni og úti.

Útfærsla:

egar nemendur hafa náð góðum takti í skoppinu er hægt að breyta skoppreglum. Í stað þess að skoppa undir fótinn er hægt að klappa saman lófunum eða snúa sér í hring. Einnig er hægt að bæta við flokkum t.d. bílum, við ökum á Audi, hljómsveitum, við fílum Arosmith svo eitthvað sé nefnt.

Heimild:

Leikur sem ég man eftir úr æsku.

Leikur númer: 60
Sendandi: Ásdís Steinunn Tómasdóttir

Deila