Orðasöfnun

Markmið:

Orðaforði, þekkingaratriði.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Skriffæri, blöð.

Leiklýsing:

Hver nemandi fær A4 blað sem skipt er í nokkra dálka. Eins geta nemendur unnið saman í pörum eða litlum hópum. Fyrir ofan hvern dálk á blaðinu er sett fyrirsögn, t.d: skordýr, borg, fjall, spendýr.

Þegar nemendur hafa merkt fyrirsagnir inn á blaðið fara allir með stafrófið hægt í huganum og byrja á því aftur ef þörf krefur. Kennari eða stjórnandi bendir allt í einu á einhvern nemanda sem nefnir þá þann stað þar sem hann var staddur í stafrófinu. Þessi stafur á að vera fyrsti stafurinn í þeim orðum sem nemendur eiga að finna undir hverri fyrirsögn. Hægt er að hafa leikinn þannig að það eigi að stoppa þegar sá fyrsti hefur fyllt sína reiti, eða hafa tímamörk, t.d. 3 mínútur. Þegar farið er yfir blaðið fá allir stig fyrir rétt orð, þannig að þeir sem eru einir með orð fá 10 stig en þeir sem hafa orð sem aðrir hafa líka fá 5 stig. Sá vinnur sem hlýtur flest stig. Eðlilegt er að hafa fimm umferðir eða fleiri.

Útfærsla:

Athugasemd: Þessi leikur er svipaður leiknum Stafrófið

Heimild:
Leikur númer: 171
Sendandi: Bjarni T. Álfþórsson

Deila