Ósýnilega glerkúlan

Markmið:

Augnsamband, einbeiting og skemmtun.

 

 

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Allir eiga í sameiningu að mynda hring. Síðan fær einn í hringnum ósýnilega glerkúlu. Leikurinn gengur út á það að kasta glerkúlunni á milli þátttakenda, en það er alveg bannað að tala í leiknum. Til þess að kasta kúlunni þarf að ná augnsambandi við annan í hópnum og kasta kúlunni til hans með ýktri hreyfingu og sá sem á að grípa kúluna verður líka að grípa með ýktum hætti.

Útfærsla:
Heimild:

Sendandi lærði leikinn á vinnustað sínum.

Leikur númer: 387
Sendandi: Jón Arnar Ólafsson

Deila