Pabbi mamma og börnin

Markmið:

Leikræn tjáning. Söngur. Skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Börnin ganga í hring, með hendur á öxlum þess sem fyrir framan er. Þegar þau syngja: „Þau gáðu hér“ setja þau hægri hönd yfir augu og kíkja inn í hringinn. Þegar þau syngja: „Þau gáðu þar“ setja þau vinstri hönd yfir augu og kíkja út úr hringnum. Í hvert sinn sem þau detta í skurðinn beygja þau sig aðeins í hnjánum og rétta ekki úr sér á milli. Sem sagt:

í 1. sinn sem vísan er sungin; beygja hnén pínulítið og labba svo svoleiðis
í 2. sinn sem vísan er sungin; beygja þá dálítið meira og labba þannig
í 3. sinn sem vísan er sungin; fara þá niður á hækjur sér og labba þannig
í 4. sinn sem vísan er sungin; detta á rassinn, með fætur hvorn við sína hlið þess sem situr fyrir framan, slá með höndum í gólfið í takt við lagið
í 5. sinn sem vísan er sungin; enda á því að leggjast öll niður og þá eiga þau að lenda með höfuðið í kjöltu þess sem fyrir aftan er. Og sjáið þið bara hvað þetta er fínn hringur!

Pabbi mamma og börnin
gengu út á völlinn,
gátu ekki fundið veginn.
Þau gáðu hér,
þau gáðu þar,
bomm, svo duttu þau í skurðinn.

Hlusta á lagið:

 

 

 

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 213
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila