Paraleikur

Markmið:

Að útskýra orð (hugtök) fyrir öðrum. Æfing í tjáningu og því að skilja talað mál.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Miðar með einu orði (stórir stafir svo að allir geti lesið). Fjöldi miða fer eftir aðstæðum, svo sem þeim tíma sem leikurinn á að taka, aldri þátttakenda o.fl.

Leiklýsing:

Stjórnendur eru tveir. Annar heldur á miðunum og segir í hverju leikur inn er fólginn. Hinn er tímavörður og skráir stigin.
Stjórnendurnir para saman eða þátttakendur gera það sjálfir. Gott er að hafa 3-5 pör í hvert skipti sem leikurinn er leikinn. Hvert par fær tiltekinn tíma til að leysa verkefnið, t.d. 5-10 mínútur. Tveir stólar eru settir hvor á móti öðrum þannig að áhorfendur sjái vel það sem fram fer. Annar stjórnandinn stendur aftan við þann stólinn sem snýr að áhorfendum. Eitt parið fær sér sæti og hefur leikinn, hin pörin yfirgefa stofuna. Draga má um röð paranna. Stjórnandinn lyftir einum miða þannig að allir sjái það sem á honum stendur nema sá sem situr í stólum framan við hann. Sá sem snýr að stjórnandanum á að lýsa merkingu orðsins fyrir félaga sínum. Hann má aldrei segja sjálft orðið en má nota orð sömu merkingar. Félaginn á að segja hvaða orði er verið að lýsa. Þegar hann hann hefur fundið orðið eða gefist upp við það skiptir stjórnandinn um miða. Þannig er haldið áfram þar til öll orðin hafa verið skýrð eða uppgefinn tími er liðinn.

Fyrir hvert rétt orð fær parið eitt sig. Þá er næsta par kallað inn og þannig gengur koll af kolli þar til öll pörin hafa lokið þátttöku.

Það par sigrar sem hefur hlotið flest stig.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 172
Sendandi: Gunnar Jónsson

Deila