Pönnukaka með sultu

Markmið:

Athyglisgáfa, hugmyndaflug, hreyfing.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Trefill eða eitthvað annað til að binda fyrir augun.

Leiklýsing:

Þátttakendur stilla sér upp í röð. Sá sem er fremstur er’ann og á að binda trefil eða eitthvað álíka fyrir augun á honum þannig að hann sjái ekkert. Þegar allt er tilbúið og allir komnir í röðina aftur á einn þátttakandi að læðast hljóðlega út úr röðinni og að hinum ,,blinda” og segja með skrýtinni röddu (breyta röddinni) ,,pönnukaka með sultu” og fara síðan aftur á sinn stað í röðina. Sá sem er’ann (sá ,,blindi”) fjarlægir trefilinn frá augunum og á að finna út hver það var sem hvíslaði. Áður en hann giskar á hann að segja upphátt hvað viðkomandi á að gera ef hann verður afhjúpaður. Dæmi: Hoppa á öðrum fæti í hálfa mínútu, gera tíu armbeygjur, syngja lag eða eitthvað álíka. Ef sá sem giskar getur ekki upp á réttri manneskju þarf hann sjálfur að leysa verkefnið sem hann lagði fyrir og reyna aftur. Giski hann rétt verður sá sem hvíslaði næsti blindingi.

Útfærsla:

Að sjálfsögðu má leika sér að því að breyta því sem sagt er við ,,blindingjann”.

Heimild:

Leikurinn er fenginn úr bók eftir Carsten Lingren.

Leikur númer: 106
Sendandi: Stella María Ármann

Deila