Prins Póló

Markmið:

Örva hreyfiþörf og þroska, hugmyndaflug og orðaforða.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Einn byrjar á að verann. Hann stillir sér upp á móti hópnum í ca. 10-15 metra fjarlægð. Hinir raða sér upp í röð, hlið við hlið. Sá sem er hann ákveður einhverja tegund, t.d bílategund, fatamerki eða súkkulaðitegund. Hann er búinn að ákveða einn undirflokk sem hann heldur fyrir sig. Því næst kallar hann til hópsins hvaða tegund hann hafi valið, t.d bílategund (hann er síðan búinn að ákveða að rétta tegundin sé t.d Toyota). Þá á hópurinn að giska hver bílategundin er. Fyrsti til hægri eða vinstri byrjar, ef hann giskar vitlaust giskar næsti við hlið hans og svo koll af kolli. Þegar einn úr hópnum giskar á rétt hleypur sá sem er hann af stað í átt að hópnum, sá sem giskaði rétt gerir slíkt hið sama í hina áttina, þegar þeir eru komnir út í enda kalla þeir prins snúa við og hlaupa til baka. Þegar þeir eru komnir til baka kalla þeir póló. Ef sá sem giskaði rétt er á undan heldur sá sem var hann áfram og ákveður nýja tegund. Ef hann hins vegar var á undan þeim sem giskaði rétt fær hann að fara yfir til hópsins og hinn er hann. Ef engin giskar rétt, segir sá sem er hann fyrsta stafinn í orðinu og hinir reyna þá aftur að giska.

Útfærsla:
Heimild:

Dóttir höfundar, Emilía Sif Sævardóttir 8 ára.

Leikur númer: 62
Sendandi: Margrét Sóley Sigmarsdóttir

Deila