Ræningjaleikur

Markmið:

Að auka næmi nemenda með skynjun og hlustun.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Nemendur sitja hver í sínu sæti og grúfa fram á borðið. Þrír til fjórir nemendur eru ræningjar og eiga þeir hver um sig að læðast um stofuna, snerta einhvern einn nemanda og fara upp að töflu ásamt hinum ræningjunum. Á meðan reynir kennarinn að skapa spennu og segir t.d: “Bærinn sefur og þegar allir eru í fastasvefni fara ræningjarnir af stað …”. Þegar ræningjarnir hafa lokið sínu verki og raðað sér upp á sama stað, “… er bærinn við það að vakna”. Þeir nemendur sem voru snertir “var rænt” og eiga að reyna að giska á hver rændi þeim og stilla sér upp fyrir framan þann sem þeim finnst líklegastur. Reynist það vera rétt á ræninginn að fara í sitt sæti og skiptast þá hlutverk. Ef það reynist hins vegar ekki rétt er sami ræninginn áfram og bærinn “sofnar aftur”.

Athugasemd:

Þessi leikur hentar vel í lok kennslustundar.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 107
Sendandi: Alma Hlíðberg

Deila