Refaskák

Markmið:

Rökhugsun, tilbreyting.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Skákborð, fjögur svört peð og eitt hvítt.

Leiklýsing:

Tveir spila saman í þessu spili.

Leikvöllurinn er skákborð en aðeins eru notaðir svörtu reitirnir. Svörtu peðin eru refir og þeir eru staddir við aðra hlið skákborðsins á svörtum reitum. Hvíta peðið er lamb og er sett á svartan reit við gagnstæða hlið. Leikurinn felst í því að sá þátttakandi sem stýrir lambinu reynir að koma því fram hjá refunum og upp í borðið hinu megin. Takist það sigrar lambið. Refirnir eiga hins vegar að króa lambið af þannig að það geti sig hvergi hreyft og takist það sigra refirnir.

Lambið hefur leikinn og má einungis færa sig um einn reit í einu en þó bæði aftur á bak og áfram. Refirnir mega einnig færa sig um einn reit í einu og einungis einn í senn. Refirnir mega einungis færast fram á við. Bannað er að hoppa yfir hvítu reitina og leikmenn gera til skiptis.

Tilvalið er að kenna leikinn með því að nota glæru af skákborði.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 233
Sendandi: Guðlaugur Baldursson og Hlynur Svan Eiríksson

Deila