Rökkubba boðhlaup

Markmið:

Leikurinn eykur þol, fínhreyfingar og rúmfræðiskilning.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Keilur og rökkubbar.

Leiklýsing:

Nemendum er skipt í þrjú lið. Hvert lið fær ákveðið form til þess að safna, eitt form á hvert lið. Formin sem eru í rökkubbunum eru hringur, ferhyrningur, ferningur, þríhyrningur og sexhyrningur. Keilum er dreift um svæðið þar sem kennslan fer fram á og rökkubbum raðað af handahófi undir keilurnar.
Einn úr hverju liði hleypur í einu og kíkir undir eina keilu. Ef kubburinn sem liðið þeirra er að safna er undir keilunni þá má aðilinn taka kubbinn með sér til baka en ef annar kubbur er undir keilunni setur aðilinn keiluna aftur niður og hleypur til baka og næsti fer af stað. Ef enginn kubbur er undir keilunni sem kíkt er undir má kíkja undir aðra keilu.

Leikurinn endar þegar lið hefur safnað öllum formunum sínum. Kennari biður nemendur, einn í einu, um að skila formunum undir keilurnar og svo hefst nýr leikur en liðin safna þá öðrum formum en þeir gerðu í leiknum á undan.

Útfærsla:

Nemendur safna öðru en rökkubbum eins og til dæmis spilum, hægt er að hafa fleiri lið en þrjú og láta hugmyndaflugið taka við og útfæra eins og hentar.

Heimild:

Uppruni óþekktur. Nemar lærðu þennan leik af leiðbeinanda sínum í íþróttafræðináminu en þó öðruvísi útgáfu, breyttum leiknum örlítið.

Leikur númer: 390
Sendandi: Katrín Arna Kjartansdóttir, Kristín Lilja Sigurjónsdóttir, Margrét Hjörleifsdóttir, María Rún Björgvinsdóttir og Silja Björg Kjartansdóttir.

Deila