Rútuleikur

Markmið:

Þjálfa einbeitingu, skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þennan leik má nota í rútuferðum eða annars staðar þar sem þröng er á þingi. Leikurinn er önnur útgáfa af laginu “Höfuð, herðar, hné og tær” en í stað þess er sungið “putti, armur, tá og tönn, tá og tönn”, viðlagið er sama og áður. Þegar lagið er sungið er bent með vísifingri á viðkomandi staði á líkamanum.

Útfærsla:

Kjörið er að nemendur semji nýjar vísur.

Heimild:

Leikinn kenndu: Halldóra Guðrún Hinriksdóttir og Jóhanna Pálsdóttir.

Leikur númer: 214
Sendandi: María Ásmundsdóttir

Deila