Saltkjöt og baunir

Markmið:

Orðaforði, stafsetning, útsjónarsemi.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Blað og blýantur.

Leiklýsing:

Valið er nafn á einhverjum rétti og eina skilyrðið er að fjöldi stafa sé jöfn tala eins og skýrist þegar nafnið er skrifað á þennan hátt:

Nafnið á að skrifa í tvær jafn langar raðir þannig að byrjað er efst vinstra megin en orðinu lokið efst hægra megin (sjá hér að ofan). Leikurinn er fólginn í því að fylla í eyðurnar milli fyrri og seinni bókstafanna þannig að úr verði orð. Nafn á hvaða rétti sem er kemur til greina ef hann uppfyllir skilyrðin, t.d. kók og prinspóló, kaffi og ristað brauð o.s.frv.

Útfærsla:

Hægt er að hafa ákveðin tímamörk eða ljúka leiknum þegar fyrsti leikmaðurinn hefur lokið við að fylla út sín orð. Stigagjöf getur líka verið mis- munandi, t.d. fleiri stig fyrir sjaldgæfari orð eða orð sem aðeins einn hefur valið. Ef enginn annar hefur valið sama orð eru gefin fimm stig, ef einn annar hefur valið orðið eru gefin þrjú stig og eitt stig ef fleiri en tveir velja sama orðið. Ef leikmaður getur ekki fundið orð fær hann ekkert stig. Einnig er hægt að hafa þetta sem samvinnuverkefni og hafa t.d. tvo eða þrjá saman í liði. Loks má benda á þann möguleika að binda orðin við ákveðna orðflokka eða ákveðin svið (landafræði, náttúrufræði).

Heimild:

Novrup, Svend. 1981. Blýanta- , blaða- og orðaleikir. Reykjavík: Bókaútgáfa Arnar og Örlygs hf.

Leikur númer: 173
Sendandi: Kolbrún Jónsdóttir

Deila