Samhverfur

Markmið:

Þjálfa rökhugsun. Leikur með orð.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Tafla og krít eða túss / glæra og glærupennar / skjávarpi + tölva

Leiklýsing:

Samhverfur eru orð eða setningar sem hægt er að lesa jafnt áfram sem afturábak. Dæmi:

að æða
alger regla
asnar ansa
kajak
kók
ný sýn
rör
Alli Ragnar angar illa
rut fann illa kallinn aftur

(Þessi dæmi eru tekin af vefnum: www.baggalutur.is )

Kjörið verkefni er að leggja fyrir nemendur að leita að orðum af þessu tagi eða búa til samhverfusetningar.

Góða skemmtun!

Útfærsla:

Einstaklingsverkefni eða hópverkefni.

Heimild:

Safn af samhverfum er að finna á vefnum

www.baggalutur.is

Leikur númer: 174
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson og Baldur Sigurðsson

Deila