Símskeytið

Markmið:

Þjálfa einbeitingu og eftirtekt.

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þátttakendur mynda hring og haldast í hendur. Einn er valinn til að fara inn í hringinn. Annar er valinn til að senda símskeytið, sá segir nafn þess sem símskeytið er sent til (móttakanda). Símskeytið er sent af stað með því að þrýsta laust – með hægri eða vinstri hendinni – hönd þess sem situr við hliðina, hann sendir skeytið áfram á sama hátt.

Sá sem situr í miðjunni á að reyna að stöðva símskeytið. Ef hann sér hvar það er bendir hann á viðkomandi og segir “stopp”. Ef rétt er getið skiptir hann um stöðu við þann sem hafði skeytið. Sá sem var í miðjunni sendir nú nýtt skeyti af stað til einhvers í hringnum.

Ef símskeytið berst til móttakanda án þess að vera stöðvað segir viðkomandi “móttekið”. Móttakandi sendir nú nýtt skeyti af stað.

Útfærsla:

Símskeytið getur verið, eins og áður var nefnt, eitt handtak (þrýst einu sinni) en getur einnig (en leikurinn verður þar með mun erfiðari) verið fleiri handtök – þ.e. að þrýst er mismunandi lengi, fast eða í mismunandi takti.

Heimild:
Leikur númer: 108
Sendandi: Elísabet Jóhannesdóttir

Deila