Sjúkrahúsleikur

Markmið:

Að hreyfa sig.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Einn úr hópnum er fenginn til “að ver´ann” og reynir hann að klukka sem flesta. Þeir sem eru klukkaðir “slasast” og leggjast á gólfið með hendur og fætur upp í loft. Hinir eiga síðan að taka sig saman tveir og tveir og færa þá slösuðu á sjúkrahús sem er afmarkaður staður í salnum. Þar læknast þeir eftir að hafa talið upp að 10 og mega þá fara aftur í leikinn.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 63
Sendandi: Rakel Guðmundsdóttir

Deila