Skærin eru opin lokuð

Markmið:

Einbeiting, eftirtekt, rökhugsun.

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Nemendur sitja allir í hring t.d. í heimakrók. Kennari eða einhver af nemendunum, sem þekkir þennan leik, byrjar með því að segja t.d: “Skærin eru lokuð”. Leikurinn gengur út á það að fæturnir eru skærin og fer það eftir því hvort þátttakendur eru með fætur sundur eða saman hvort skærin eru sögð opin eða lokuð. Orðið gengur síðan hringinn og allir nemendur eiga að segja annaðhvort “skærin eru opin” eða “skærin eru lokuð”. Kennari eða stjórnandi leiksins segir svo til um hvort það er rétt hjá viðkomandi. Í byrjun munu nemendur eflaust giska nokkrar umferðir þar til þeir átta sig á að fætur þeirra eru skærin. Leiknum lýkur síðan þegar allir hafa áttað sig á því út á hvað hann gengur. Reglunni má að sjálfsögðu breyta næst þegar leikið er.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 109
Sendandi: Hafdís Hilmarsdóttir

Deila