Skari frændi

Markmið:

Skemmtilegur hreyfilekur sem þjálfar viðbragðflýti.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Spjöld (þarf ekki endilega).

Leiklýsing:

Verður að leika í sal eða úti.

Einn nemandi er valinn til þess að vera Skari frændi; hann er látinn fara í annan enda salarins og leggjast á grúfu. Hin börnin í bekknum eru látin vera ljón, en þau eiga að læðast í áttina að Skara og spyrja í sífellu: „Ertu vakandi Skari frændi” Skari stekkur á fætur þegar hann heldur að ljónin sé komin það nálægt að hann geti náð þeim. Hann klukkar þau ljón sem hann nær og við það breytast þau í hýenur og eiga að hjálpa Skara að ná ljónunum í næstu umferð.

Ath: Merkja verður heimahöfn fyrir ljónin þar sem Skari getur ekki náð þeim. Gott er t.d. að nota línur á íþróttavellinum.

Útfærsla:

Þennan leik má nota t.d. til að gera nemendum kleift að skilja fæðukeðjuna. Þá er í stað Skara notað eitthvert dýr, t.d hlébarði, og á hann að finna í hópnum þau dýr sem hann étur. Nauðsynlegt er að hafa spjöld með nöfnum dýranna. Þegar hlébarðinn hefur náð í það dýr sem hann étur þá á sá að reyna að ná í dýr sem hann étur og þannig koll af kolli.

Heimild:

Byggt á leik í sem kenndur var í leikfimitíma Kennaraháskólanum haustið 1996.

Leikur númer: 64
Sendandi: Björg Ársælsdóttir og Helga Guðjónsdóttir

Deila