Skellihurðin

Markmið:

Þjálfa rökhugsun.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Mynd, sjá leiklýsingu, t.d. á glæru eða skjámynd.

Leiklýsing:

Kennari (eða nemendi leggur þessa þraut fyrir nemendur:

Í gamla daga voru líka til hurðir sem lokuðust af sjálfu sér, en þær voru með miklu einfaldari búnaði en sjálflokandi hurðir hafa í dag. Hurðin á myndinni er svokölluð SKELLIHURÐ. Geturðu teiknað á myndina þann búnað sem vantar til að hurðin lokist af sjálfu sér?

skellihurð

 

 

Lausn:

Band var bundið í efra horn hurðarinnar og lagt í gegnum gatið á hurðarstafnum. Í hinn enda bandsins var bundinn steinn sem dró hurðina aftur.

Útfærsla:
Heimild:

Höfundar þessarar þrautar eru Gunnar og Guðvarður Halldórssynir.

Leikur númer: 346
Sendandi: Gunnar Halldórsson

Deila