Skip mitt kemur að landi

Markmið:

Æfing á hljóðgreiningu forhljóða fyrir lestrarkennslu.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Nemandi velur sér orð með aðstoð kennara. Nemandi segir síðan “Skip mitt kemur að landi og í því er sssssss (hljóðið sem orðið byrjar á)” og hinir nemendurnir eiga að geta upp á hvaða orð hann er með í huga. Allir nemendur þurfa að fá að “ver’ann”.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 176
Sendandi: Anna María Arnfinnsdóttir og Guðrún Lilja Rúnarsdóttir

Deila