Skorað á skólaborði

Markmið:

Afþreying og tilbreyting.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Skólaborð, blýantur, mynt eða tala, vatn og sápa (sjá lýsingu).

Leiklýsing:

Leikið er á sléttum, sleipum fleti, t.d. skólaborði. Hugmyndin er að nemendur geti keppt, maður á móti manni, í ýmsum íþróttagreinum, t.d. körfubolta, kappakstri og fleira. “Íþróttavöllurinn” er teiknaður á skólaborðið með blýanti (ef auðvelt er að þrífa borðin með vatni og sápu). Tölu eða krónu er skotið eftir borðinu með blýanti eða öðru slíku.

Útfærsla:

Sé leikinn körfubolti er teiknaður körfuhringur sitt hvoru megin á skóla- borðið, einnig miðjulína, vítateigar og þriggja stiga lína. Sniðugt er að hafa varnarmenn, sem ekki má hreyfa, til að gera leikinn erfiðari. Gott er að merkja þeim staði til þess að þeir séu ekki á reiki um spilaborðið. Hægt er að nota krónur, bæði sem varnarmenn og sóknarmenn. Leikurinn gengur út á það að reyna að skora í körfu andstæðingsins. Það er gert þannig að sóknarmaður fær að senda knöttinn 3-4 sinnum með ýað að markmiði að koma honum yfir völlinn, í körfu.

Ef knötturinn hittir varnarmann andstæðingsins, missir sóknarmaður knöttinn, og andstæðingurinn fær 1 vítaskot og sóknarréttinn. Þetta er gert til þess að leikmenn vandi sig við sóknarleikinn. Körfur skoraðar utan þriggja stiga línu gefa 3 stig, aðrar körfur gefa 2 stig og vítaskot 1 stig. Aðeins annar leikur í einu, hinn fylgist með og bíður eftir að röðin komi að sér. Sá vinnur sem skorar fleiri körfur.

Skólaborð eru tilvalin fyrir þennan leik en gera þarf nemendum rækilega grein fyrir því að borðin þarf að þrífa vel að leik loknum. Hægt er að gera borðin sleipari með því að þvo þau með sápulegi áður en leikur hefst.

Heimild:
Leikur númer: 234
Sendandi: Ragna Kristjánsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir

Deila