Skordýrin og vindurinn

Markmið:

Að þjálfa hugmyndaflug nemenda, snerpu, hreyfiþroska og samvinnu.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Leikvöllur.

Leiklýsing:

Þetta er keppni milli tveggja liða. Annað liðið er vindurinn og tekur sér stöðu fyrir aftan endalínu vallarins. Hitt liðið eru skordýr sem standa fyrir framan vindinn. Skordýrin velja sér einhverja skordýrategund sem þeir hvetja vindinn til að geta upp á. Ef vindinum tekst að geta upp réttri tegund eiga þau / það að forða sér yfir í sitt bú sem er hinum megin á vellinum. Takist vindinum að veiða skordýr fær hann eitt stig fyrir hvert skordýr sem um leið breytist í vind. Liðin skipta svo um hlutverk. Það lið sigrar sem fær fleiri stig.

Útfærsla:

Hægt er að hafa hvað sem er í stað skordýra, t.d. land, borgir o.s.frv.

Heimild:

Leikur lærður í æsku.

Leikur númer: 65
Sendandi: Aðalheiður Halldórsdóttir og Sigrún Kolsöe

Deila