Skottaleikur

Markmið:

Samhæfing hreyfinga, þol, snerpa. Hafa gaman í hópi.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Skott (sjá lýsingu).

Leiklýsing:

Leikurinn er leikinn á góðu svæði leiksvæði, túni, í íþróttasal eða öðru auðu svæði. Stærð leiksvæðisin fer eftir fjölda leikmanna. Gott að merkja svæðið með keilum. Svæðið er án borga, þ.e.a.s. ekkert svæði er til að hvíla sig á. Allir leikmenn fá skott (vesti, bönd, tusku) sem fest er í buxnastreng. Mikilvægt er að þetta líti út eins og skott eða hali á dýri. Leikurinn er fólginn í því að allir reyna að ná eins mörgum skottum eins og þeir geta. Missi leikmaður skottið sitt verður hann að setja á sig skott sem þeir ná sér í. Hafi þeir ekkert skott halda þeir samt áfram í leiknum og setja skottið í buxnastrenginn á sér um leið og þeir ná því. Hér eru allir á móti öllum. Þegar leikurinn er stöðvaður má athuga hve mörg skott hver leikmaður hefur náð í.

Útfærsla:

Helmingur þátttakanda hefur skott en hinn ekki. Þeir sem hafa skott eiga að varast það að skotti þeirra sé náð en eiga ekki að ná sér í aukaskott. Um leið og sá sem ekki hefur skott nær sér í skott, fer hann út fyrir leiksvæðið, setur á sig skottið og kemur svo inn í leikinn að nýju. Einnig er hægt að leika leikinn þannig að hlaupið er á milli borga eins og í stórfiskaleik. Þeir sem eru ,,stórfiskar hafa engin skott. Ef þeir aftur á móti ná í skott af litlum fiskum, skipta þeir um hlutverk. Æskilegt er að byrja með tvo til fjóra stórfiska (fjöldinn fer eftir fjölda leikmanna).

Heimild:
Leikur númer: 66
Sendandi: Janus Guðlaugsson

Deila