Skutlur

Markmið:

Þjálfa fínhreyfingar. Gera tilraunir. Rannsaka flug. Sköpun. Hugmyndaflug.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Pappír.

Leiklýsing:

Flestir kannast við að búa til skutlu úr pappír. Færri gera sér grein fyrir því að ótæmandi möguleikar eru á skutlugerð. Á Netinu er að finna fjölmarga staði með góðum leiðbeiningum. Sjá t.d. á þessum slóðum:

Útfærsla:

Efna má til keppni um hver býr til fallegustu stutluna, skutluna sem flýgur hæst, lengst (vegalengd eða tími), nákvæmast (t.d. að e-u marki) eða flottast. Hægt er að leika sér með alls konar efni, mismunandi pappír (stærð, þykkt, litir).

Heimild:

Sjá þær vefsíður sem vísað er til.

Leikur númer: 330
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila