Slett úr klaufunum

Markmið:

Þjálfun á jafnvægi og hreyfingum.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Blöður, boltar, eldhúsrúllur o.fl.

Leiklýsing:

Bekknum er skipt í tvö lið. Hvort lið velur sér leiðtoga. Leiðtogarnir velja einn úr sínu liði til að keppa. Keppendur fá gögnin (blöðrur, bolta og eldhúsrúllur) og eiga að setja þau á milli hnjánna. Nú eiga þeir að glíma, reyna að fella hvor annan án þess að missa eða sprengja það sem þeir hafa á milli hnjánna. Sá sem vinnur fer í undanúrslit og næstu tveir taka við (valdir af leiðtogunum). Þannig heldur leikurinn áfram þangað til einn stendur eftir og á er hann GLÍMUKÓNGUR.

Útfærsla:
Heimild:

Hugmyndin er fengin úr þessari bók: Björg Árnadóttir (1988). Ég á afmæli í dag. Reykjavík: Mál og menning.

Leikur númer: 67
Sendandi: Björg Ársælsdóttir og Helga Guðjónsdóttir

Deila