Sökkvandi skip

Markmið:

Að þjálfa nemendur í rökhugsun og samlagningu. (Stærðfræði)

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

– Tvö pappaspjöld 30 x 30 sm þar sem nemandi teiknar fimm skip á hvert spjald.
– Því næst býr nemandinn til tíu lítil kort sem eiga að tákna sjó. Æskilegt er að kortin séu það stór að þau þeki skipin á pappaspjöldunum.
– Kort með þessum dæmum:

0+10,10+0,1+9,9+1,2+8,8+2,3+7,7+3,4+6,6+4,5+5, 6+3,3+6,7+2,2+7,5+4,4+5,1+8,8+1,4+3,3+4,3+3

Leiklýsing:

Þátttakendur eru tveir og hver þeirra fær eitt pappaspjald og fimm sjókort. Samlagningarkortin eru lögð í miðjuna og leikmenn draga til skiptis og reikna dæmið á kortinu. Ef að útkoman er tíu sökkva þeir skipi andstæðingsins með því að leggja skjókort yfir eitt af skipum hans. Sá sem er fyrri til að sökkva skipunum vinnur leikinn.

Aðrir möguleikar: Frádráttur, margföldun og deiling.

Útfærsla:
Heimild:

Williams, Margaret. 1982. 40 Maths Games too Make and Play. Macmillian Education LTD.

Leikur númer: 143
Sendandi: Aðalheiður Halldórsdóttir og Sigrún Kolsöe

Deila