Sölumannsleikur

Markmið:

Leikræn tjáning, athygli, hugmyndaflug og síðast en ekki síst að skemmta sér.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Ferðataska. Má líka vera kassi eða í raun hvaða hirsla sem fólk getur þvælst um með

Leiklýsing:

Þessi leikur er án orða en byggist á látbragðsleik. Einhver viðstaddra þarf að taka að sér að vera fyrsti sölumaðurinn. Hann eða hún á að fara út úr herberginu og koma síðan inn aftur með ferðatösku. Og upp úr töskunni tekur viðkomandi alla þá hluti sem honum dettur í hug að hafa á boðstólum. Auðvitað er ekkert í töskunni, en sölumaðurinn á að reyna að sýna með látbragðinu hvað hann er að taka upp úr henni. Það geta hugsanlega verið verkfæri sem reynt er að selja járnvörukaupmanninum, þ.e. sög, hamar, rafmagnsborvél og ýmis önnur verkfæri. Hann gæti líka verið að selja leikföng eða bara hvað sem er. Þegar einhver hefur fundið út hvað farandsölumaðurinn hefur á boðstólum á sá sem svaraði rétt að vera næsti sölumaður.

Útfærsla:
Heimild:

Bindslev, Niels Ebbe. 1989. Leikir fyrir alla. Reykjavík: Vaka-Helgafell.

Leikur númer: 255
Sendandi: Lilja Guðný Jóhannesdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir

Deila