Söngleikur

Markmið:

Einbeiting

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Tafla og krít eða flettitafla og tússpenni.

Leiklýsing:

Nemendur eru látnir koma upp að töflu einn í einu. Hver nemandi á að syngja eitt lag t.d. “Gamli Nói” nokkrum sinnum yfir. Meðan hann syngur á hann að skrifa texta annars lags t.d. “Allir krakkar”.

Það er nauðsynlegt að hafa lögin mjög létt því leikurinn er mjög erfiður í framkvæmd. Þessi leikur kallar á mikla einbeitingu þar sem nemandinn er að hugsa um tvo þætti í einu, þ.e. að syngja einn texta og skrifa annan óskyldan um leið.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 278
Sendandi: Hafdís Hilmarsdóttir

Deila