Söngstjórinn

Markmið:

Fá krakka til að koma út fyrir þægindarammann og skemmta sér saman í gegnum söng.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Hátalari og tónlist. Mælt með að vera fimm eða fleiri.

Leiklýsing:

Þátttakendur sitja eða standa saman í hring, nema einn sem að fer í miðjuna á hringnum og er „söngstjórinn“. Spilað er lag sem að allir verða að kunna. Allir dansa og syngja með laginu þangað til að kennari/stjórnandi leiksins stöðvar lagið en þá á „söngstjórinn“ sem er í miðjum hringnum að benda á einhvern einn snögglega og sá sem hann bendir á á að syngja næstu línu í laginu áður en lagið fer aftur í gang. Ef viðkomandi kann ekki textann getur hann fengið aðstoð frá samspilurum sínum eða kennara til að klára línuna. Þegar búið er að syngja verður sá aðili „söngstjórinn“ og fer í miðjan hringinn og skiptir við „söngstjórinn“sem var á undan. Þegar allir hafa sungið einu sinni og allir þá fengið að vera „söngstjórar“ fær síðasti „söngstjórinn“ að benda á kennarann/stjórnanda leiksins sem að lýkur síðasta laginu.

Útfærsla:

Hægt er að nota sama lagið nokkrum sinnum og stoppa á mismunandi tímum, en mælt er með að vera með nokkur upplífgandi og skemmtileg lög og nota til skiptis. Mikilvægt er að allir kunni textana og kennari/stjórnandi leiksins verði fljótur að grípa boltann ef að nemandi kann ekki textann.

Heimild:

Leikurinn var búinn til sem verkefni í áfanganum Leikir í skóla- og frístundastarfi í Háskóla Íslands árið 2018.

Leikur númer: 398
Sendandi: Viktor Orri Þorsteinsson

Deila