Speglateikning

Markmið:

Þjálfa skynjun og fínhreyfingar.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Blað, blýantur og spegill

Leiklýsing:

Sá sem prófa á, situr við borð með blað fyrir framan sig og blýant. Fyrir framan hann er haldið spegli þannig að hann sjái greinilega blaðið og hönd sína með blýantinum. Þrautin byggst á því að þátttakandanum er stranglega bannað að líta niður á blaðið. Efst á blaðið hefur verið teiknuð einföld mynd, til dæmis ferhyrningur og er þátttakandanum ætlað að draga línur milla horna ferhyrningsins. Neðar á ,,prófblaðinu hafa verið settir um það bil 8 punktar af handahófi, merktir A,B,C o.s.frv. sem þátttakanda er ætla að draga strik á milli. Enn gildir það að þátttakandinn má aldrei líta á blaðið. Að lokum er þátttakandanum svo ætlað að skrifa nafn sitt skýrt og greinilega neðst á blaðið.

Útfærsla:

Þessi þraut er erfiðari en hún hljómar! Hún gerir sláandi lukku í gleðskap. Þrautina má þyngja með því að hafa punktana mjög óreglulega svo línan sem þátttakandi þarf að draga verði flóknari. Önnur útfærsla gæti einnig verið að teikna einfaldar myndir sem þátttakandi þarf að teikna eftir.

Heimild:

Leikir og létt gaman eftir Svein Víking. 1971, bls. 47-48

Leikur númer: 279
Sendandi: Eygló Ida Gunnarsdóttir

Deila