Spila, klappa, snerta

Markmið:

Að þjálfa athygli og einbeitingu.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þátttakendur sitja í hring. Gott er að sitja við borð, en einnig er hægt að sitja í hring á gólfinu. Einn er stjórnandinn og allir eiga að gera eins og hann. Stjórnandinn getur sagt þrennt

1. Spila! Þá eiga allir að snerta borðplötuna með fingurgómunum og tifa eins og verið sé að spila á píanó.

2. Klappa! Hendur lagðar flatar á borðið.

3. Snerta! Allir eiga að slá vísifingrum í borðröndina eins og verið sé að leika á trommu.

Stjórnandi leiksins getur vilt um fyrir sagt t.d. spila um leið og hann fer að slá vísifingrum í borðplötuna. Fara á eftir því sem stjórnandinn gerir en ekki því sem hann segir. Ef einhver gerir vitlaust fær hann refsistig. Einnig má hafa leikinn þannig að þegar einhver gerir mistök er hann úr leik. Sá sem lengst heldur út tekur næst við sem stjórnandi.

Útfærsla:

Þessi leikur þjálfar athygli barnanna og þurfa þau að einbeita sér að því að hlusta hvað stjórnandinn segir, en um leið sjá hvað hann gerir. Hægt er að spila leikinn með því að sitja við borð en enginn vandi er að spila hann hvar sem er og hvenær sem er, sitjandi á gólfinu eða í bíl með því að slá á lærin á sér.

Heimild:

Leikir og grín. Tómstundabækur Iðunnar 1. 1986. Sigurður Bjarnason þýddi. Iðunn, Reykjavík

Leikur númer: 269
Sendandi: Helga Rut Hallgrímsdóttir

Deila