Spilaleikur 2

Markmið:

Fer eftir viðfangsefni hverju sinni, t.d. þekkja liti, þekkja spilin, þ.e. hjarta, spaða, tígul og lauf. Læra orðflokka í íslensku eða öðrum tungumálum. Læra um dýr eða plöntur í náttúrufræði.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Spilastokkur eða kort.

Leiklýsing:

Nemendum er skipt niður í fjóra hópa. Leiksvæðið er ferningur og hver hópur tekur sér stöðu í hornunum. Spilin eða spjöldin eru látin á miðjuna (jafn langt fyrir alla hópa að ná í þau) og látin snúa niður. Kennarinn gefur hverjum hópi fyrirmæli um það sem hann á að safna, t.d. hjarta, bláum lit, nafnorðum, spendýrum eða plöntum. Þetta er kapphlaup um það hvaða hópur er fyrstur að safna fyrirfram ákveðnum fjölda af spilum / kortum. Þegar kennarinn gefur merki fer einn nemandi úr hverjum hópi og nær í eitt spil og lítur á það á leiðinni til baka. Ef nemandinn hefur dregið það sem hópurinn er að safna lætur hann það á ákveðinn stað, ef ekki, þá lætur hann næsta mann fá spilið / kortið og hann fer með það til baka, skilar því og tekur nýtt. Sá hópur vinnur sem er fyrstur að safna fyrirfram ákveðnum fjölda af spilum / kortum.

Útfærsla:
Heimild:

Anton Bjarnason kenndi leikinn.

Leikur númer: 144
Sendandi: Jóna Hildur Bjarnadóttir

Deila