Spilaleikur

Markmið:

Kenna á spil (vægi hvers spils), aðferðir í stærðfræði, ljúka skóladegi á skemmtilegan hátt og margt fleira.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Spilastokkur, einn eða fleiri. Tafla og krít.

Leiklýsing:

Leikurinn felst í því að spili eða spilum er dreift til hvers nemanda og fer eftir útfærslu hverju sinni hversu mörg spil hver og einn fær.

Útfærsla:

1. (Yngri nemendur). Hver nemandi fær eitt spil. Á töfluna er skrifað hvert vægi hvers spils er. Lengi vel þarf að gefa upp vægi mannspilanna, en smátt og smátt lærist það. Hver nemandi skoðar sitt spil vel. Kennari ákveður síðan hverjir fara fyrst út úr kennslustofunni, t.d. fara þeir fyrstir sem hafa fimmu o.s.frv.

2. (Eldri nemendur). Gengið er út frá því að nemendurnir þekki spilin. Þá er dreift fleiri en einu spili og nemendur reikna út summu, mismun eða jafnvel margfeldi þeirra spila sem þeir hafa. Þá fara þeir fyrstir út sem hafa t.d. summuna eða mismuninn 10 eða að þeir sem hafa tölur á bilinu t.d. 10-15 o.s.frv.

Heimild:
Leikur númer: 235
Sendandi: Sigríður Áslaug Guðmundsdóttir

Deila