Spírur (Sprouts)

Markmið:

Að þjálfa rökhugsun og vekja til umhugsunar um rúmfræði. Leikurinn gefur tilefni til margs konar stærðfræðilegra pælinga (sjá einnig á slóðum sem bent er á í tengslum við heimildir hér fyrir neðan).

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Blað og blýantur.

Leiklýsing:

Þennan leik er fljótlegt að læra, því reglurnar eru einfaldar – en möguleikarnir margir og í leiknum reynir á útsjónarsemi.

Leikmenn eru tveir.

Leiklýsing: Nokkrir punktar eru settir á blað og síðan er dreginn ferningur þar utan um til að afmarka það svæði sem leikið er á. Eins má nota brúnir blaðsins sem markalínur fyrir leiksvæðið.

Hver leikmaður fær blýant.

Leikmenn ákveða hver á að byrja. Sá sem byrjar dregur bogna línu á milli tveggja punkta. Einnig má setja línu úr einum punkti og láta hana enda í sama punkti. Leikmaður ræður lengd línunnar – og lögun hennar. Þegar leikmaður hefur tengt tvo punkta með línu setur hann punkt á miðja línuna sem hann dró. Þessi nýi punktur verður nú hluti af leiknum.

Tvennt þarf að hafa í huga: Lína má aldrei fara yfir aðra línu og frá hverjum punkti má að hámarki draga þrjár línur. Sagt er að þegar þrjár línur liggi frá punkti sé hann dauður. Sá sigrar sem dregur síðustu línuna.

Útfærsla:

Afbrigði af þessum leik heitir Brussel Sprouts á ensku, sjá lýsingu hér:

http://www.madras.fife.sch.uk/maths/games/brusselsprouts.html

Heimild:

Þessi lýsing er byggð á upplýsingum sem finna má á fjölda vefsíðna á Netinu, sjá t.d. á þessum slóðum:

http://www.madras.fife.sch.uk/maths/games/sprouts.html

Nánari skýringar má einnig að finna í Wikipediu á þessari slóð:

http://en.wikipedia.org/wiki/Sprouts_(game)

Höfundar Spíra (Sprouts) eru þeir John H. Conway og Michael. S. Paterson en þeir fundu þennan leik upp 21. febrúar 1967, þá báðir í Cambridge, þar sem Conway var kennari og Paterson nemandi. Conway er einn af þekktustu stærðfræðingum sem nú eru uppi. Sjá um hann t.d. á þessari slóð:

http://www.bbc.co.uk/dna/h2g2/A2982468

Sjá einnig um Spírur á þessari slóð:

http://orion.math.iastate.edu/danwell/MathNight/ppg.html

Stærðfræðilega greiningu á leiknum er að finna á þessari slóð:

http://www.maa.org/mathland/mathland_4_7.html

Og einnig hér:

http://nrich.maths.org/public/viewer.php?obj_id=2413&part=index&refpage=monthindex.php

Leikur númer: 194
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila