Spottakynning

Markmið:

Að kynnast á skemmtilegan hátt og þjálfa framsögn

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Mislangt garn eða annar spotti (frá 10 cm)

Leiklýsing:

Nemendur draga sér einn spotta hver, en spottarnir eru hafðir mislangir. Gott er að viðhalda forvitni nemenda með því að segja þeim ekki strax til hvers spottinn er. Tilgangurinn með spottanum er sá að nemendur eiga að snúa spottanum löturhægt um vísifingur sér á meðan þeir kynna sig og þurfa að tala þangað til spottinn er búinn! Þeir sem eru með stysta spottann geta sloppið með að segja bara nafn sitt og aldur, á meðan þeir með lengsta spottann geta þurft að þylja upp hálfa ævisöguna!

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 290
Sendandi: Margrét Erla Guðmundsdóttir

Deila