Sprengjuleikur

Markmið:

Að hreyfa sig. Þjálfun í að grípa bolta.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Einn eða tveir boltar (fer eftir fjölda þátttakenda) og flauta.

Leiklýsing:

Sá sem stjórnar leiknum er með flautuna og tveir eru með boltana í upphafi (einn ef fáir leika). Um leið og stjórnandinn flautar hefst leikurinn og boltunum er kastað á milli. Góð regla er að kalla nafn þess sem á að fá boltann. Leikurinn er látinn ganga um stund en þeir sem halda á boltunum þegar stjórnandinn flautar þurfa að fara afsíðis og taka út refsingu (t.d. að hoppa 10 sinnum á öðrum fæti) en mega svo fara strax í leikinn aftur. Leikurinn heldur áfram á meðan þeir taka út refsinguna.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 69
Sendandi: Rakel Guðmundsdóttir

Deila