Stærðfræðileikur

Markmið:

Að þjálfa talningu, samlagninu og hugtökin tugi og einingar. (Stærðfræði)

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

T.d. tölur, gosflöskutappar og skeljar, það þarf töluvert mikið af þessu. Einn til tveir teningar.

Leiklýsing:

Nemendur byrja á því að safna saman í kassa fjölda þrennskonar hluta. Hver tegund gefur stig, eitt stig, tíu stig og hundrað stig. Nemendur skiptast á að kasta teningunum og eftir hvert skipti taka þeir til sín úr kassanum jafnmargar einingar og teningarnir segja til um. Best er að leyfa börnunum sjálfum að ráða því hvernig þau velja úr kössunum. Dæmi: Ef talan 14 kemur upp á teningunum þá er hægt að taka úr kassanum 14×1 einingu eða 1×10 einingar + 4×1 einingu. Nemendur geta síðan skipt smærri einingum í stærri að vild.
Leiknum eru sett tímamörk þannig að sá sem hefur flest stig í lokin sigrar.

Útfærsla:
Heimild:

Leikinn kenndi: Kristín Einarsdóttir

Leikur númer: 145
Sendandi: María Ásmundsdóttir

Deila