Stafrófið

Markmið:

Orðaforði, hugtakaskilningur.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Skriffæri, blöð að skrifa á.

Leiklýsing:

Þessi leikur byggir á því að valin eru þrjú mismunandi svið, t.d. íþróttir, ávextir og grænmeti, og húsbúnaður. Á öllum sviðum á að reyna að finna orð fyrir sérhvern staf stafrófsins. Það liggur í augum uppi að oft verður að gefast upp við að finna orð sem byrja á sumum bókstöfunum en samt á að reyna að nota allt stafrófið því að það getur oft ráðið úrslitum í þessum leik. Gott er að gefa ákveðinn umhugsunartíma því litlar líkur eru til að einhverjum takist að finna orð fyrir allt stafrófið. Stigagjöfin er einföld því eitt stig er gefið fyrir hvert rétt orð. Hægt er að leysa þetta verkefni í hópum og nota hvaða svið sem vera vill.

Útfærsla:

Þessi leikur er svipaður leiknum Orðasöfnun. Sjá einnig leikinn Öll orð byrja á sama staf.

Heimild:
Leikur númer: 177
Sendandi: Nanna Þóra Jónsdóttir

Deila