Stafsetningarleikur í dönsku

Markmið:

Þjálfa og auka orðaforða nemenda, réttritun, efla félagsleg samskipti.

Aldursmörk:

Frá 11 ára

Gögn:

Tafla og krí / túss.

Leiklýsing:

Markmið leiksins er fá sem flest stig með því að skrifa rétt stafsett orð á töflu.

Kennari skiptir bekknum niður í ca. 4-5 hópa (m.v. 20-25 manns í bekk). Síðan skrifar hann eitthvert orð á töflu, t.d. danska orðið økonomi. Fyrsti hópurinn ræðir þá sín á milli um eitthvert orð sem byrjar á þeim staf sem orðið endar á þ.e. (i), og skrifar það í lóðréttu framhaldi af økonomi. Hópurinn fær síðan jafnmörg stig og stafirnir eru margir í orðinu sem hann valdi. Af þeim sökum reyna nemendur að finna eins langt orð og þeir mögulega geta. Ef nemendur stafsetja orðið rangt fá þeir engin stig. Þegar fyrsti hópurinn er búinn heldur annar hópurinn áfram á sama hátt og þannig koll af kolli. Orðin á að skrifa lárétt og lóðrétt til skiptis. Kennari ræður hversu margar umferðir eru farnar og ráðast úrslitin af stigafjölda.

Dæmi:

Útfærsla:

Sjá einnig leikinn Töflukrossgátur.

Heimild:
Leikur númer: 178
Sendandi: Lilja Karlsdóttir

Deila