Standa, sitja

Markmið:

Læra nöfn á bekkjarfélögum, standa upp og fá athyglina (koma fram). Góð hreyfing.

Aldursmörk:

Frá 2 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Börnin sitja í hring og syngja (lagið er meistari Jakob):
„ Hvar er Anna? Hvar er Anna? Stattu upp, stattu upp“ (Anna stendur upp)
„Komdu sæl og blessuð. ÆKomdu sæl og blessuð … sestu nú, sestu nú” (og hún sest niður).

Svona er sungið um öll börnin.

Útfærsla:
Heimild:

Annar sendanda lærði þennan leik á leikskóla barnsins síns.

Leikur númer: 216
Sendandi: Unnur Sigurðardóttir og Anna Björg Leifsdóttir

Deila