Steinn, skæri og blað – eltingaleikur

Markmið:

Hreyfing, tilbreyting, athygli og skarpskyggni, félagsandi.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Leikið er á ferköntuðum velli, ca. 25-30 m löngum með miðlínu. Völlurinn getur verið eins breiður og þarf (fer eftir fjölda þátttakenda).

Þátttakendur para sig saman og stilla sér upp sitt hvoru megin við línuna. Öðru megin við línuna er eitt lið og annað hinu megin. Um það bil 1 metri er hafður á milli liða. Liðin fara að endalínu og fá tíu sekúndur til að ákveða hvort þau eru steinn, skæri eða blað (allir eru það sama í liðinu). Liðin mætast svo á miðlínu. Stjórnandi kallar 1, 2 og NÚ. Liðsmenn fylgja taktinum með kreppta hnefa og sýna rétta vopnið þegar stjórnandinn segir NÚ. Liðið sem er með sterkara vopn eltir hitt liðið og reynir að klukka eins marga og hægt er áður en þeir komast yfir endalínuna. Þeir sem eru klukkaðir færast yfir í hitt liðið. Liðin fara aftur að endalínu og velja vopn að nýju, o.s.frv.

Útfærsla:
Heimild:

Leikinn lærði sendandi á námskeiðinu Viltu læra nýja leiki, sem haldið var í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ haustið 2006. Kennari var Britt Reymann Jepsen.

Leikur númer: 70
Sendandi: Arnsteinn Ingi Jóhannesson

Deila