Stökkþraut

Markmið:

Rökhugsun.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Spilaborð og peð/tölur.

Leiklýsing:

Í leiknum er notað spilaborð með 15 reitum og 14 spilapeningar eða tölur:

Leikmaður leggur tölurnar á reitina á spilaborðinu. Einn reitur verður auður.

Leikurinn er fólginn í því að leikmaður leikur einni tölu yfir aðra á auðan reit. Talan sem hoppað er yfir er fjarlægð af borðinu. Einungis er leyfilegt að hoppa yfir eina tölu í einu og þetta verður að gera í beinni línu.

Markmiðið með leiknum er að leikmaður nái að hoppa yfir 13 tölur þannig að aðeins sé ein eftir á borðinu.

Útfærsla:

Nemendur vinna tveir saman.

Heimild:
Leikur númer: 333
Sendandi: Anna Lísa Sigurjónsdóttir og Hjördís Kristinsdóttir

Deila