Stólaleikur

Markmið:

Hreyfing, athygli, viðbrögð, hlustun og skemmtun.

Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:

Stólar, útvarp, geislaspilari eða hljóðfæri.

Leiklýsing:

Raðið stólum í tvær raðir (eða hring) sem snúa stólbökunum saman. Stólarnir eiga að vera einum færri en þátttakendur. Allir raða sér kringum stólana en mega aldrei snerta þá með höndunum. Nú spilar einhver á hljóðfæri eða leikur tónlist. Þá eiga allir að ganga af stað í kringum stólana réttsælis (eða rangsælis eftir fyrirmælum kennara eða stjórnanda). Eftir smá stund þagnar tónlistin og þá eiga allir að setjast, en einn verður auðvitað útundan því stólarnir voru einum færri en þátttakendur. Sá sem er úr tekur einn stól úr röðinni um leið og tónlistin byrjar aftur og halarófan gengur af stað. Þannig er alltaf einn úr í hvert skipti sem tónlistin þagnar. Ef það eru ung börn að taka þátt í leiknum er best að kennarinn sjái um að taka stólana.

Útfærsla:

Einnig hægt að nota dýnur eða litlar sessur sem börnin setjast á í staðinn fyrir stólana.

Heimild:
Leikur númer: 113
Sendandi: Hrefna Egilsdóttir

Deila