Táknmálsbingó

Markmið:

Að kynna táknmál fyrir nemendum, fá nemendur til að setja sig í spor heyrnarlausra, skemmtilegt, tilbreyting.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Bingóspjöld og spjöld fyrir stjórnandann, pappír til að leggja yfir.

Leiklýsing:

Allir nemendur fá bingóspjald (með táknmyndum sem byggja á aðferðinni Tákn með tali). Kennarinn/stjórnandinn dregur spjald og án þess að segja orð notar hann táknmál til að útskýra hvað hann á við. Um leið myndar hann orðið með vörunum. Nemendurnir reyna að sjá á látbragðinu hvað átt er við og finna út frá myndunum hvort þeir eru með mynd sem gæti átt við látbragðið.

Útfærsla:
Heimild:

Spilið er hluti af þemaverkefni um skynfærin sem Guðrún Jóna Óskarsdóttir og Þórey Gylfadóttir í Hamraskóla unnu veturinn 1995 – 1996. Spilið er unnið upp úr gögnum sem þær fengu frá Suðurhlíðaskóla.

Leikur númer: 237
Sendandi: Sigrún Ingimarsdóttir

Deila