Taktleikur

Markmið:

Kynna börnunum fjölbreytnina í takti og tónlist.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Ýmis ásláttarhljóðfæri eða eitthvað sem hægt er að nota í staðinn (dollur, borð stóla, gólfið o.s.frv.).

Leiklýsing:

Fyrsta útfærsla: Nemendum er skipt í fjóra hópa. Hóparnir skiptast á að klappa í takt, fyrsti hópurinn 6/4, annar 5/4, þriðji 4/4 og síðasti 3/4. Síðan fá hóparnir hljóðfæri og nota þau fyrir klappið. Ef takturinn er hraður kemur nokkuð góður „keðjusöngur“ úr þessu. Til að þyngja aðeins eiga hóparnir að klappa fyrsta og síðasta slagið (1,6 og 1,5 og 1,4 og 1,3). Þetta verður flóknara með þessu móti en allir geta verið með og haft verulega gaman af.

 

 

Útfærsla:

Felst í mikilli hugarleikfimi og snerpu. Allir eru nú saman og eiga að klappa 5/4, 4/4, 3/4, 2/4, 1/4. Nú eiga allir að klappa fyrsta klappið sterkt og hin í hljóði (Einn, tveir, þrír, fjór, fimm, Einn, tveir, þrír, fjór, Einn, tveir, þrír, Einn, tveir, Einn, o.s.frv.).

Önnur útfærsla:

Nemendur sitja í hring, alls kyns ásláttarhljóðfæri eru höfð í miðjum hringnum. Kennari byrjar á því að slá takt á trommu, nemendur taka sér síðan hljóðfæri, einn í einu, til að slá með. Þannig dreifist hljóðfæraslátturinn til allra nemenda þangað til allir eru með. Að lokum slá allir sama taktinn í einu. Síðan fer hver og einn að draga sig til baka og hættir að slá á hljóðfærið. Þannig gengur þetta þangað til aðeins stjórnandinn er eftir og að lokum verður allt hljótt. Þessu leikur eykur verulega samheldni í bekknum og tillitssemi.
Tilbrigði:

Bjóðið nemendum að endurtaka ekki alltaf eins, breyta og gera ýmis tilbrigði. Einnig er hægt að sleppa öllum hljóðfærum og klappa taktinn.

Heimild:

Living Earth Foundation. (1944). The Living Earth – a Recource for Living. London: Hodder & Stoughten.

Leikur númer: 217
Sendandi: Ingigerður Sæmundsdóttir

Deila